news

Föstudagsfrétt

06. 03. 2020

Það hefur verið rólegt hjá okkur þessa vikuna en veðrið hefur verið æðislegt og höfum við verið mikið úti. Lubbi byrjaði að kenna krökkunum nýjan staf og var það stafurinn Þþ.

Mánudagurinn og þriðjudagurinn voru rólegir og var hópastarf á sínum stað. Krakkarnir hafa verið mikið að flakka á milli deilda.

Á miðvikudeginum fór skólahópurinn í strætóferð á bókasafnið í ratleik og fannst þeim það mjög skemmtilegt.

Fimmtudagurinn var rólegur en síðan var farið út í góðaveðrið og leikið sér í snjónum.

Á föstudeginum fóru nokkrir krakkar með Fannari og Sindra í smá göngutúr. Krakkarnir voru aðeins lengur úti en vanalega og svo beint eftir nónhressingu var farið út aftur.

© 2016 - Karellen