news

Föstudagsfrétt

28. 02. 2020

28.02.20

Þessa vikuna hefur verið heill hellingur að gerast.

Á mánudeginum var bolludagur og fengu krakkarnir fiskibollur í hádeginu og bæði brauðbollur og venjulegar bollur í nónhressingu og fannst þeim flestum bollurnar vera mjög góðar.

Svo á þriðjudeginum var sprengidagur þar sem þau fengur í hádegismat saltkjötssúpu og var borða vel af henni.

Á miðvikudaginn rann upp stóri dagurinn, Öskudagur. Allir krakkarnir mættu í flottum búningum. Um morguninn fóru þau í smá ratleik inní leikskólanum sem endaði inní hreyfisal og þar var sungið og svo fengu þau nammipoka.

Fimmtudagurinn var mjög rólegur en í hádeginu voru tvær stelpur og Fannar að segja hinum krökkunum sögu. Seinni partinn var kominn rosalegur snjór.

Föstudagurinn var rólegur og fámennur vegna úrkomunnar en mjög góður. Krakkarnir fóru út að leika sér í snjónum og fannst þeim það ekki leiðinlegt.

© 2016 - Karellen