news

Föstudagsfrétt

22. 02. 2019

Í þessari viku hefur hann Lubbi okkar verið að kenna okkur allt um stafinn Áá, en hann er sérhljóði því að hann segir nafnið sitt sjálfur.

Appelsínuguli hópurinn hefur verið í YAPi hjá Ástu og tónlist með Halldóru, græni hópurinn hjá Ingu í stærðfræði og Eco Tweet og blái hópurinn í málörvun hjá henni Guðríði.

Í stærðfræðinni höfum við verið að skoða oddatölur og sléttatölur. Í Eco Tweet hofum við verið að ræða um endurvinnslu.

Blái hópurinn er búinn að setja upp góða listasýningu á gangi leikskólans af verkefnum sem þau hafa gert með Guðríði.

Einnig erum við að æfa okkur í gömlum íslenskum dægurlögum, líkt og Draumur um Nínu og Vetranótt.

Vegna mikillar vætutíðar viljum við minna foreldra á að kíkja á stöðu aukafata hjá börnum sínum og athuga með ástands regnfatnaðar og sítgvéla.

Takk fyrir vikuna og góða helgi!

Krakkarni í bláa hópnum að vinna verkefninu um stafina sína.

© 2016 - Karellen