news

Föstudagfréttir

07. 12. 2018

Gleðilegan desember.

Í þessari viku hefur Lubbi verið að kenna okkar stafinn Ff. Hann er samhljóði, því að hann tekur með sér félaga þegar hann segir nafnið sitt: eff. Það eru margir hlutir sem byrjar á F, en það eru til dæmis fíll, fiðrildi, Fáskrúðsfjörður og þrjú börn á deildinni, Fanney, Franek og Fjölnir.

Alla morgna höfum við boðið hinum börnunm til okkar í jólasöngstund, þar sem við setjumst öll saman í jólahornið okkar og drögum jólalög uppúr jólasokknum. Einnig erum við með jólasögustund fyrir hádeigismatinn þar sem að hjálparhöndin fær að felja pakka sem inniheldur einhverja sögu, sem við lesum svo saman. SVo eru börnin að leggja loka hönd á jólagjafnirnar og eru krakkarnir ornir mjög spenntir fyrir að gefa þær. Á þriðjudaginn bökuðum við piparkökur sem við ætlum svo að bjóða uppá í foreldrakaffinu í næstu viku. Og börnunm þótti ekki leiðinlegt að fá snjóinn, þó svo að hann stoppaði stutt.

Eldri árgangurinn

fór í skólaheimsókn í morgun upp í Háaleitisskóla með Guðríði og Marín. Þau hitti 1.bekk og föndruðu með þeim jólaföndur, fengu sér nesti og kíktu með þeim út í frímínútur. Á meðan átti yngri árgangurinn notalega stund með Ingu og nutu þess að hafa deildina útaf fyrir sig.

Við viljum minna ykkur á að athuga með útifötin hjá börnunm, veðrir er búið að vera frekar breytilegt. Mikilvægt er að börnin hafi auka vettlingar til skiptanna, og eru lúffur ( belgvettlingar) mikið betir en fingarvetlingar í þessum kulda, þar sem að fingurnir fá hita frá hvort öðrum.

Takk fyrir vikuna og góða helgi.

© 2016 - Karellen