news

Föstudagafréttir

25. 10. 2019

Í þessari viku höfum við brallað ansi margt.

Lubbi hefur verið að kenna okkur allt um hljóðið Vv. En það er samhljóði og tekur vinina a og f með sér þegar hann segir nafnið sitt.

Í hópastarfi er búið að fást við allskonar viðfangsefni. Börnin hafa til dæmis verið að læra um jarðfræði með henni Ingu í sambandi við Eco Tweet.

Á þriðjudaginn fór hópur á Spóa og Lóu í heimsókn til Geo Silica í tengslum við Eco Tweet. En þema mánaðarins er jarðfræði og áttu við að heimsækja sérfræðinga sem að vinna við jarðfræði. Og datt okkur strax í hug að kíkja þangað og tengja þannig saman starfsemi í heimbyggð. Var þetta mjög áhugaverð heimsókn og lærðum við fullt af fróðlegum hlutum.

Nú í dag héldum við uppá alþjóðlega bangsdaginn sem er núna á sunnudaginn. Börnin fengur að koma með bangsann sinn í leikskólanum og sína þeim hvernig það er að vera í leikskóla.

Einnig viljum við biðja ykkur um að kíkja á útiföt barnanna. Það er farið að vera ansi kalt úti og fyrsti vetrardagurinn núna á laugardaginn. Gott er að börnin séu með góða peysu og buxur úr ull eða flís. Kuldagalla sem að passar, ullarsokka og kuldaskór. Góða húfu og hálskraga, eða lambúshettu. Og góða belgvettlinga (lúffur), því fingrunum er alltaf hlýrra saman en í sundur.

Takk fyrir vikuna og góða helgi.

© 2016 - Karellen